fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Talsmaður Talibana segir að stjórnarformið í Afganistan verði fljótlega ákveðið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. ágúst 2021 07:34

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn hinna herskáu Talibana, sem eru öfgasinnaðir múslimar, hafa náð nær öllu Afganistan á sitt vald, þar á meðal stærstum hluta höfuðborgarinnar Kabúl. Talsmaður þeirra segir að framtíðarstjórnarform landsins verði fljótlega ákveðið en ætlunin sé að koma á laggirnar „opinni íslamskri ríkisstjórn“. Í samtali við Al Jazeera sagði hann að stríðinu í Afganistan væri lokið.

Hann sagði að ákvörðun um hvernig landinu verði stýrt í framtíðinni verði tekin fljótlega. „Við heitum að tryggja öryggi íbúanna og sendimanna erlendra ríkja. Við erum reiðubúnir til að eiga í viðræðum við alla afganska áhrifamenn og munum tryggja þeim nauðsynlega vernd,“ sagði Mohammad Naeem, talsmaður Talibana, í samtali við Al Jazeera.

Margir Afganar og alþjóðasamfélagið óttast að Talibanar muni á nýjan leik kúga konur og stunda víðtæk mannréttindabrot eins og þeir gerðu áður þegar þeir voru við völd í landinu. Einnig hafa verið uppi áhyggjur af öryggi þeirra Afgana sem störfuðu fyrir vestræn sendiráð og herlið. Al Jazeera hefur eftir talsmanni Talibana að þessu fólki verði boðin friðhelgi. Hann sagði jafnframt að samtökin vilji ekki einangra sig og vilja eiga í samskiptum við alþjóðasamfélagið.

Líklegt má teljast að með þessum ummælum séu samtökin að reyna að draga upp þá mynd að þau séu mun hógværari en flestir telja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“