fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Bitinn af könguló – Missir tvo fingur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 06:40

Köngulóin Kim er nú bara vinaleg að sjá og tengist þessu máli ekki neitt sérstaklega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarleyfisferð til Ibiza endaði illa hjá 19 ára manni frá Wales. Þegar hann var úti að horfa á fagurt sólarlagið í bænum San Antonio fann hann skyndilega lítið bit eða stungu í höndina. Hann hugsaði ekki frekar út í þetta en þegar hann vaknaði næsta morgun sveið hann mikið í höndina.

Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að læknir hafi sprautað hann en það hafi ekki komið að neinu gagni og því hafi hann verið fluttur á sjúkrahús. „Ég fylltist örvæntingu því hendurnar urðu sífellt meira fjólubláar. Læknarnir sögðust aldrei hafa séð neitt þessu líkt,“ sagði maðurinn í samtali við Mirror.

Eftir rannsóknir lækna lá fyrir að maðurinn hafði verið bitinn af eitraðri könguló. Bit þessarar tegundar geta orðið til þess að frumur drepast og drep komist í líkamann ef þeir bitnu fá ekki meðhöndlun fljótt. Af þessum sökum verður nú að taka tvo fingur af höndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Í gær

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun