fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Mikil hræðsla meðal bresku konungsfjölskyldunnar

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 08:53

Elísabet drottning, Meghan og Harry á meðan allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var tilkynnt að Harry Bretaprins væri að gefa út sjálfsævisögu en þær fréttir fara ekki vel ofan í bresku konungsfjölskylduna. Samkvæmt The Mirror hefur þetta valdið „flóðbylgju af ótta“ í Buckinghamhöll.

Talið er að Harry muni opna sig enn meir um hvernig komið var fram við hann og Meghan Markle, eiginkonu hans, á meðan þau voru enn hluti af konungsfjölskyldunni. Eins og frægt er hafa þau nú þegar rætt þessi mál í afar umdeildu viðtali hjá Oprah Winfrey en viðtalið er meðal annars tilnefnt til Emmy-verðlauna.

Hjónin ræða við Oprah. Mynd:Getty

Harry segist ekki skrifa þessa bók sem prins heldur sem „maðurinn sem hann er orðinn“ eins og hann orðaði það í tilkynningu.

„Ég vona að með því að segja mína sögu, hápunktana og lápunktana, mistökin og það sem ég hef lært, geti ég sýnt að það skiptir engu máli hvaðan við komum. Við eigum meira sameiginlegt en við höldum,“ segir Harry.

Konungsfjölskyldan vissi ekki af bókinni fyrr en hún var tilkynnt fyrir öllum umheiminum og segja heimildarmenn The Sun úr Buckinghamhöll að þetta hafi komið öllum verulega á óvart.

Harry á að hafa reynt að koma skilaboðum um bókina áleiðis til fjölskyldu sinnar en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni
Pressan
Í gær

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár