fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Skógareldar í Kanada og Bandaríkjunum í kjölfar hitabylgjunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist sem aðeins sé farið að draga úr þeim mikla hita sem hefur legið yfir norðvesturríkjum Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada að undanförnu með tilheyrandi hitametum. Yfirvöld hvetja íbúa þó til að halda árvekni sinni vegna hættu á skógareldum og segja að hitinn geti jafnvel hækkað á nýjan leik.

Víða í Washingtonríki og Oregon fór hitinn yfir 47 gráður nokkra daga í röð. Í Lytton í Bresku Kólumbíu í Kanada var hitamet slegið þrjá daga í röð og fór hitinn hæst í 49,7 gráður á þriðjudaginn en það er hæsti hiti sem hefur mælst í Kanada. Bærinn hefur nú orðið skógareldum að bráð og er nær brunninn til grunna.

Margir létust af völdum hins mikla hita í Bresku Kólumbíu. Frá síðasta föstudegi fram á mánudag létust 486 manns í ríkinu en það er um 320 fleiri en látast að meðaltali á fjórum dögum. Yfirvöld telja að stór hluti þessa fjölda hafi látist af völdum hita.

Í Bandaríkjunum telja yfirvöld einnig að hitinn hafi orðið mörgum að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma