fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Segja Breta gera viðskiptasamninga við ríki sem virða ekki mannréttindi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 07:00

Pútín hafði að sögn í hótunum við Boris Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Boris Johnson hefur verið sökuð um að fara of geyst í gerð viðskiptasamninga í kjölfar Brexit og að hafa gert slíka samninga við ríki sem virða réttindi verkafólks lítils og brjóta kerfisbundið á því. Þeirra á meðal eru fimm af tíu verstu ríkjunum á þessu sviði.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og Verkamannaflokksins segi að ríkisstjórnin snúi baki við verkafólki um allan heim og virði að engu skuldbindingar Breta um að tryggja öllum grundvallarmannréttindi og grundvallarréttindi verkafólks. Þetta sé gert í þeim flýti sem sé í gangi við gerð viðskiptasamninga til að reyna að sanna hversu gott það hafi verið fyrir Breta að segja skilið við ESB.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar TUC, sem eru regnhlífarsamtök verkalýðsfélaga, þá er brotið á réttindum verkafólks í þriðjungi þeirra ríkja sem Bretar hafa gert viðskipta- og fríverslunarsamninga við. Fimm af tíu verstu ríkjunum á þessum lista eru á meðal þeirra sem samið hefur verið við. Þetta eru Kólumbía, Simbabve, Hondúras, Egyptaland og Tyrkland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins