fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

IKEA biðst afsökunar á umdeildum matseðli – Vatnsmelónur og kjúklingur

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 11:42

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári fagna Bandaríkjamenn deginum sem alríkislögreglumenn mættu til Texas og neyddu þrælahaldara þar í að frelsa þræla sína. Þetta var þann 19. júní árið 1865 og hefur því hátíðin Juneteenth verið haldin árlega en Joe Biden Bandaríkjaforseti gerði daginn að frídegi í ár.

Útibú sænsku verslunarkeðjunnar IKEA í Atlanta í Georgíu-fylki ætlaði að halda upp á daginn með breyttum matseðli til heiðurs fólks af afrískum-amerískum uppruna en matseðillinn sló alls ekki í gegn.

Á matseðlinum voru réttir sem staðalímyndin af fólki af afrískum-amerískum uppruna á að elska. Til dæmis mátti finna vatnsmelónu, djúpsteiktan kjúkling og makkarónur með osti.

Margir þrælar sem höfðu verið frelsaðir hófu að rækta og selja vatnsmelónur eftir að þrælahald var bannað í Bandaríkjunum. Vatnsmelónan var þeirra tákn um frelsi. Fyrrum þrælaeigendur í Suðurríkjunum vildu mála fólkið upp sem letingja og aumingja og notuðu vatnsmelónuna sem merki um það.

Starfsmenn umræddrar IKEA-verslunar voru ekki sáttir með þennan matseðil og fóru með málið í fjölmiðla. Verslunin hefur nú beðist afsökunar á þessu atviki.

„Við gerðum þetta rangt og við biðjumst innilega afsökunar,“ segir í tilkynningu frá keðjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig