fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Ný tíðindi af 11 ára gömlu morðmáli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 21:00

Hailey Dunn. Skjáskot/Fox

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Á milli jóla og nýárs 2010 hvarf Hailey Dunn, 13 ára, sporlaust. Hún bjó í Colorado City í Texas. Bæjarbúum var illa brugðið við þetta og leituðu ákaft að henni en hún fannst ekki.

Nokkru eftir hvarf hennar sagðist lögreglan telja að hún væri látin og 2013 var það staðfest þegar líkamsleifar hennar fundust nærri vatni.

Ekki tókst að leysa málið en nú er lögreglan hugsanlega komin nálægt því að leysa það. Hún hefur handtekið Shawn Casey Adkins sem var unnusti móður Hailey þegar hún hvarf. KCBD skýrir frá þessu.

Adkins hefur tengst rannsókninni frá upphafi og lögregluna hefur lengi grunað að hann tengist málinu. Hann var sá sem síðast sá Hailey á lífi en hún var þá á leið til vinkonu sinnar.  Ekki hefur verið skýrt frá af hverju hann var handtekinn núna en líklegt má teljast að lögreglan hafi fundið ný sönnunargögn.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að hún muni ekki veita nánari upplýsingar um málið fyrr en það kemur fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér