fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Geimrusl lenti á Alþjóðlegu geimstöðinni – Gerði gat á vélmenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:00

Hér sést skemmdin á vélmenninu. Mynd:NASA/CSA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er af rusli í geimnum, allt frá stórum gervihnöttum, sem eru stjórnlausir, niður í litla hluti, sem geta verið styttri en einn cm. Allt er þetta komið frá gervihnöttum og eldflaugum sem eru notaðar til að skjóta þeim á braut. Nýlega lenti geimrusl á Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og gerði gat á vélmennið Canadarm2 sem er í raun „handleggur“ utan á geimstöðinni.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA og kanadíska geimferðastofnunin CSA skýrðu frá þessu nýlega. Tjónið uppgötvaðist 12. maí síðastliðinn. Þetta er ekki í fyrsta eða síðasta sinn sem ISS verður fyrir geimrusli og skemmist. Það auðveldar ekki málið að erfitt er að sjá fyrir hvenær geimrusl lendir á ISS en það getur valdið miklu tjóni en sem betur fer var um lítið stykki að ræða að þessu sinni. Vélmennið er enn virkt.

Hluturinn sem lenti á ISS var undir 10 cm á lengd og því var ekki hægt að fylgjast með því á ratsjám. En svona lítið stykki getur valdið miklu tjóni því þau eru á um 25.000 km/klst og geta því farið í gegnum málmplötur. ISS er því með sérstakar varnir víða, auka veggi sem eiga að draga úr líkunum á að geimrusli fari alveg í gegn um ytri veggina.

Hættulegasta geimruslið er það sem er stærra en 10 cm en um 34.000 slíkir hlutir eru á braut um jörðina. Fylgst er með 28.600 af þessum hlutum. Hlutir, sem eru á milli 1 og 10 cm, eru um 900.000. Þegar kemur að hlutum sem eru minni en 1 cm er magnið gríðarlegt eða 128 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri