fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 16:31

Vísundar í Wyoming. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45.000 hafa sótt um að fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri (Grand Canyon) í Bandaríkjunum. Til stendur að fá 12 vana veiðimenn til verksins og er óhætt að segja að margir vilji taka þátt.

Það eru því ekki miklar líkur á að hreppa hnossið en þó mun meiri en að verða fyrir eldingu eða vinna í lottói.

Ætlunin er að grisja hjörð vísunda sem er í þjóðgarðinum en hún þykir vera orðin of stór og ekki bætir úr að dýrin ganga oft um svæði þar sem merkar fornminjar er að finna og önnur svæði sem ekki þykir æskilegt að þau gangi um.

Alls bárust umsóknir frá 45.040 manns um að fá að taka þátt í verkefninu. 25 nöfn verða dregin út og haft samband við viðkomandi. Af þeim fá þeir 12, sem fyrst skila inn umbeðnum gögnum, að taka þátt í veiðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ