fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hnefaleikakappi ákærður fyrir hrottalegt morð á óléttri ástkonu sinni

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Púertó-Ríkanski hnefaleikakappinn Félix Verdejo hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða ólétta ástkonu sína, Keishla Rodríguez. BBC greinir frá þessu.

Hinn 27 ára gamli Verdejo keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, og hefur síðan gerst atvinnuboxari. Sem atvinnumaður hefur hann sigrað 27 bardaga, og þar af 17 með rothöggi, þá hefur hann tapað tvisvar sinnum. Keishla Rodríguez var jafngömul og Verdejo, en þau höfðu átt í stormasömu óopinberu ástarsambandi síðan þau voru unglingar.

Morðið á að hafa verið einstaklega óhuggulegt. Verdejo er sagður hafa kýlt Rodríguez í andlitið, bundið hana við stól, kastað henni fram af brú ofan í vatn, og í kjölfarið skotið að henni með skammbyssu er hún barðist fyrir lífi sínu í vatninu.

Móðir fórnarlambsins segir að hún hafi borið barn hnefaleikakappans, sem vildi ekki að hún myndi eignast það, vegna þess að það myndi skemma orðspor hans. Hún sagðist hafa varað dóttur sína við honum.

Ofbeldi gegn konum er gífurlega stórt vandamál í Púertó Ríkó, en í janúar lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi í þeim málum. Samkvæmt mannréttindasamtökum er að minnsta kosti ein kona drepin í hverri viku og slíkir glæpir allavega sextíu á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn