fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Fær loksins greiddan vinning upp á 300 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 07:40

Betfred kemst ekki hjá því að greiða vinninginn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú getur hinn 54 ára Andrew Green, frá Lincolnshire á Englandi, loksins tekið tappann úr kampavínsflösku og fagnað vinningi upp á 1,7 milljónir punda sem hann fékk í netspili hjá getraunafyrirtækinu Betfred fyrir rúmlega þremur árum. Fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum vinninginn en nú hefur dómstóll kveðið upp úr um að það skuli fyrirtækið gera.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrirtækið hafi neitað að greiða vinninginn vegna „galla“ í netleiknum. Þetta féllst dómurinn ekki á og gerði Betfred að greiða Green alla upphæðina. Þegar dómsniðurstaðan lá fyrir tilkynnti fyrirtækið að Green fái alla upphæðina greidda og vexti að auki. Að auki fær hann afsökunarbeiðni vegna biðarinnar.

Hann vann upphæðina í leik sem heitir Frankie Dettori‘s Magic Seven Blackjack í janúar 2018. Í fimm daga gekk hann um taldi sig vera milljónamæring en þegar hann reyndi að taka peningana út af spilareikningi sínum fékk hann neitun. Lögmenn Betfred sögðu að fyrirtækinu bæri ekki skylda til að greiða vinningsupphæðina því „galli“ hafi verið í leiknum sem hafi aukið líkurnar á að fólk fengi miklu hærri vinningsupphæðir en áttu að vera í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull