fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Uppgötvuðu nýja köngulóartegund – Fannst í dýragarði í Miami

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 18:30

Þetta þykja forkunnarfagrar köngulær. Mynd:Miami Zoo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja köngulóartegund. Um er að ræða köngulær af ætt tarantúla. Hún getur náð allt að 20 ára aldri og fannst hún í dýragarði í Miami. Tegundin hefur fengið nafnið Pine Rockland Trapdoor.

Hún fannst raunar 2012 en það var ekki fyrr en nýlega sem hún var viðurkennd sem sérstök tegund. Það var Rebecca Goodwin, prófessor í líffræði við Piedmont College, sem áttaði sig á að hér var um nýja tegund að ræða. „Hún er með skjöld að framan og silfraðan maga. Þetta eru mjög fallegar köngulær,“ hefur Daily Mail eftir henni.

Bit köngulóa af þessari tegund jafnast á við að vera stunginn af býflugu að sögn sérfræðinga. Kvendýrin eru tvisvar til þrisvar sinnum stærri en karldýrin. Köngulærnar fela sig í holum og teygja sig út úr þeim eftir bráð sinni. „Þær eyða allri ævinni í sömu holunni og bíða eftir að bráð komi,“ hefur Daily Mail eftir Frank Ridgley.

Kvendýrin geta orðið allt að tuttugu ára en karldýrin lifa ekki svo lengi. Þau verða kynþroska á sjöunda ári og fara þá að leita að maka. Þau drepast síðan eftir að hafa makast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol