fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Kókaínhúðað morgunkorn

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Cincinnati í Bandaríkjunum lagði hald á 20 kíló af kókaíni úr sendingu frá Suður-Ameríku. Cincinnati.com greinir frá. Aðferðin sem var notuð til að reyna að koma efninu til Bandaríkjanna var ansi áhugaverð.

Sendingin, sem var að millilenda í Bandaríkjunum á leið sinni til Hong Kong, innihélt morgunkorn, nánar tiltekið kornflögur, sem voru húðaðar með kókaíni. Leitarhundur hjá tollverðinum fann áhugaverða lykt af sendingunni og því var hún skoðuð nánar.

Í sendingunni voru einnig pakkar af kókaíni en mögulega hafa þeir sem sendu pakkann vonast til þess að pakkarnir yrðu teknir í burtu en morgunkornið kæmist alla leið til móttakanda. Þekkt er að smyglarar notist við frumlegar aðferðir til að koma eiturlyfjum á milli landa en blaðamaður fann ekki önnur dæmi um að morgunkorn sé húðað með þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mætti með látlaust barmmerki á rauða dregilinn – Sagðist ekki geta þagað lengur og kallaði Trump barnaníðing og varaforsetann lygara

Mætti með látlaust barmmerki á rauða dregilinn – Sagðist ekki geta þagað lengur og kallaði Trump barnaníðing og varaforsetann lygara
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ef við tökum ekki Grænland þá munu Rússar eða Kínverjar gera það“

„Ef við tökum ekki Grænland þá munu Rússar eða Kínverjar gera það“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tyrknesk kona segist líffræðileg dóttir Trump – Höfðar mál og krefst DNA-faðernisviðurkenningar

Tyrknesk kona segist líffræðileg dóttir Trump – Höfðar mál og krefst DNA-faðernisviðurkenningar