fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Pressan

Hélt að hann væri með kvef en sannleikurinn var allt annar – Ein vinsælasta tæknivara heims leyndist í líkamanum

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boston-búinn Bradford Gauthier varar fólk við því að sofa með eða önnur þráðlaus heyrnartól. Hann talar af reynslu, en læknar þurftu að fjarlæga eitt stykki AirPod úr vélinda hans. Frá þessu greinir USA today.

Bradford byrjaði að finna fyrir kvefeinkennum og óttaðist að hann væri að fá hálsbólgu. Hann útskýrði málið þannig fyrir sjálfum sér að hann hefði ekki verið nægilega vel klæddur þegar hann fór út í snjómokstur. Hann fékk þó verulegar áhyggjur þegar hann gat ekki drukkið vatn.

„Ég vaknaði í morgun og mér leið bara sæmilega, en þegar ég fór og ætlaði að fá mér vatnsglas þá neitaði það hreinlega að fara niður. Ég þurfti að halla mér yfir vaskinn og leyfa vatninu að leka úr munninum mínum. Ógeðslegt.“

Viðvörunarbjöllurnar fóru svo að hringja þegar hann fór að leita af AirPodsunum sínum, sem hann hafði verið að nota er hann fór að sofa.

Eftir mikla leitt í herberginu sínu fann hann einungis eitt þeirra. Þá fór hann að gruna að hann hefði hreinlega gleypt það í svefni. Hann ákvað því að drífa sig upp á spítala.

Röntgenmynd á bráðamóttökunni leiddi síðan í ljós að annað AirPodið hefði fests neðarlega í vélinda Bradfords. Hann fór í aðgerð og heyrnartólið var fjarlægt.

Nú varar Bradford fólk við að sofa með AirPods:

„Varið ykkur á því að sofa með þráðlaus heyrnartól þegar þú ert við það að sofna. Þú veist aldrei hvar þau gætu endað.“

Nú hefur Bradford einnig greint frá því að heyrnartólið virkar þrátt fyrir stoppið í vélindanu, þó að það heyrist örlítið verr í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn

Þess vegna ælir fólk þegar það er með timburmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnar kenna grunnskólabörnum hvernig á að varast lygafréttir

Finnar kenna grunnskólabörnum hvernig á að varast lygafréttir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan hefur verið kölluð að heimili Harry og Meghan níu sinnum á níu mánuðum

Lögreglan hefur verið kölluð að heimili Harry og Meghan níu sinnum á níu mánuðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu lík leigubílstjóra undir húsi

Fundu lík leigubílstjóra undir húsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára stúlka hvarf sporlaust 2016 – Síðan barst símtal sem breytti rannsókn málsins algjörlega

10 ára stúlka hvarf sporlaust 2016 – Síðan barst símtal sem breytti rannsókn málsins algjörlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea keppir ekki á Ólympíuleikunum vegna smithættu – Er ástæðan kannski önnur?

Norður-Kórea keppir ekki á Ólympíuleikunum vegna smithættu – Er ástæðan kannski önnur?