fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Pressan

Afleysingakennari rekinn á staðnum – Nýtti kennslustundina undarlega – Myndband

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:00

Kennslustundin þótti hin undarlegasta. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var afleysingakennari rekinn á staðnum þegar hann var að kenna í Austin‘s Bowie High School í Texas í Bandaríkjunum. Hann hafði greinilega ekki í hyggju að kenna með hefðbundnum aðferðum því hann tók karaókígræjur með sér í skólann söng síðan lög, sem Britney Spears gerði fræg, fyrir nemendurna og reyndi að kenna þeim þau.

New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að karaókígræjurnar hafi auk söngmöguleika verið með flotta ljósasýningu.

New York Post segir að nemendum hafi verið mjög brugðið eftir þessa undarlegu „kennslustund“ og að einn þeirra hafi tekið hana upp á myndband sem fer að sjálfsögðu sigurgöngu um Internetið þessa stundina. Það er einmitt hægt að sjá það neðst í fréttinni.

Fram kemur að kennarinn hafi verið beðinn um að yfirgefa skólann því hann hafi ekki „farið eftir kennsluaðferðum skólahverfisins“.

Andre Abelis, faðir nemandans sem tók myndbandið, sagði að þetta hafi verið undarleg uppákoma. „Þetta var mjög undarlegt. Við skildum ekki hvað þetta snerist um fyrr en sonur okkar útskýrði málið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlegar sektir ef fólk lætur ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Mánaðarlegar sektir ef fólk lætur ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við ranghugmyndum um Ómíkron – Getur getið af sér hættulegri afbrigði í framtíðinni

Sérfræðingar vara við ranghugmyndum um Ómíkron – Getur getið af sér hættulegri afbrigði í framtíðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann segir alltaf satt“

„Hann segir alltaf satt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið

Nokkur merki þess að þú sofir of lítið