fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fimmtíu gestir festust inni í krá heila helgi með Oasis-ábreiðuhljómsveit

Pressan
Mánudaginn 29. nóvember 2021 17:00

Gestirnir á Tan Hill voru ánægðir með helgina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fimmtíu gestir kráar í Bretlandi lokuðust inni á öldurhúsinu alla helgina vegna mikillar snjókomu sem setti allt úr skorðum. Gestir kráarinnar mættu á föstudagskvöldi til að hlýða á ljúfa tóna hljómsveitarinnar Noasis  sem, eins og nafnið gefur til kynna, spilar ábreiður af Oasis-lögum.

Á meðan tónleikunum stóð hófst gríðarleg ofankoma og urðu afleiðingarnar þær að tónleikagestirnir festust í kránni og eru þar enn. Kráin sem breyttist í einskonar dýflissu heitir Tan Hill Inn í Yorkshire Dales í norðurhluta Englands. Kráin stærir sig af því að vera „hæsta krá Bretlands yfir sjávarmáli“ – alls 530 metrum – sem skýrir kannski afhverju fannfergið varð svona yfirgengilegt.

Það er hins vegar margt verra en að festast inn á krá, fullri af mat og drykk, tja nema að þú þolir ekki Oasis. Gestirnir gerðu vel við sig í veitingum og Noasis-liðar skemmtu þeim með ljúfum tónum. Á myndum um helgina má sjá gestina spila pub quiz, úða í sig dýrindis mat, syngja í karókí og dansa. Þá er grínast með það að Noasis-liðar ætli að taka upp nafnið Snow-asis.

Kráargestir höfðu það notalegt

Þrátt fyrir að „fangarnir“ hafi þurft að gera sér að góðu að sofa á gólfinu þessa daga þá virðist hafa farið vel um þá. Samkvæmt umfjöllun VICE hafa einhverjir gestir haft orð á því að þeir vildu alls ekkert fara heim. Þá höfðu margir orð á því að afar góður andi hafi verið meðal kráargesta þessa einkennilegu daga og að vinátta hefði myndast til lífsstíðar milli sumra þeirra.

Þröngt var á þingi varðandi svefnpláss

Alls festust meira en sextíu einstaklingar inni á kránni en einhverjum tókst að forða sér á vel útbúnum bílum auk þess sem björgunarsveitir sóttu einn einstaklinga sem þurfti að komast undir læknishendur. Alls eru það því 50 gestir sem að hafa haldið til á kránni alla helgina. Loks um tvöleytið í dag fengu gestirnir svo frelsi sitt að nýju samkvæmt Facebook-síðu Tan Hill Inn.

Hér má sjá myndband af ástandinu utandyra hjá Tan Hill Inn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk