fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 16:30

Svona lítur þetta út. Skjáskot:EDINA Digimap Ordnance Survey Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári uppgötvuðu vísindamenn fjölda risastórra hola eða dælda nærri Stonehenge á Englandi. Þetta er ansi athyglisvert því í tengslum við þessa uppgötvun kom í ljós að holurnar eða dældirnar mynduðu stóran hring, um tvo kílómetra að stærð, og að Durrington Walls, sem er um 4.000 ára gamall staður, er nákvæmlega í miðju hringsins.

Í fyrstu töldu sumir að holurnar væru stærstu mannvirkin frá fornöld í Bretlandi en aðrir töldu að hér væri eingöngu um holur að ræða sem hefðu myndast af náttúrulegum orsökum. En nú sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem nýrri ratsjártækni var beitt, að holurnar eru manngerðar. The Guardian skýrir frá þessu.

Haft er eftir Vincent Gaffney, fornleifafræðingi við Bradford University sem stýrði rannsókninni sem varð til þess að holurnar fundust, að nýja rannsóknin staðfesti að holurnar séu manngerðar en þær eru um 10 metrar að breidd og 5 metrar djúpar.

„Við erum búin að rannsaka um helminginn af þeim og þær eru allar eins. Það hlýtur að þýða að þær séu allar hluti af sömu framkvæmdinni,“ sagði Gaffney.

Með nýju ratsjártækninni gátu vísindamenn séð hvort jarðrask hefði átt sér stað í gegnum tíðina eða hvort að jarðvegurinn hefði verið óhreyfður í mörg þúsund ár. Þeir gátu einnig notað aðferð sem gerir þeim kleift að sjá hvenær jarðvegur varð síðast fyrir geislum sólarinnar en með þeirri aðferð var hægt að aldursgreina holurnar.

Rannsóknin leiddi í ljós að holurnar eru allar mjög líkar og að þær voru grafnar á svipuðum tíma og því telja vísindamennirnir að þær séu manngerðar. Ef þær hefðu myndast við jarðsig væru þær misstórar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós