fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Er þetta ein heimskulegasta tilraun sögunnar til að ráða leigumorðingja til starfa?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 07:00

Wendy Lynn Wein. Mynd:Monroe County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára fangelsi gæti beðið Wendy Lynn Wein, 52 ára bandarískrar konu, eftir vægast sagt heimskulega tilraun hennar til að ráða leigumorðingja til starfa. Hann átti að myrða fyrrum eiginmann hennar.

Samkvæmt frétt Fox 2 Detroit þá býr í Wein i Michigan. Hún vildi gjarnan fá leigumorðingja til að ráða fyrrum eiginmann sinn af dögum og fór því inn á heimasíðuna rentahitman.com (sem má þýða sem leigðu leigumorðingja).

Ein vefslóðin er eiginlega of augljós til að geta verið ávísun á vefsíðu þar sem leigumorðingjar bjóða fram þjónustu sína. Þetta var einfaldlega „falssíða“.

Wein hafði þó vit á að nota ekki sitt rétta nafn á síðunni þegar hún pantaði morðið en henni varð það á að gefa réttar upplýsingar um hvernig væri hægt að komast í samband við hana.

Eigandi vefsíðunnar sendi upplýsingarnar áfram til lögreglunnar í Michigan. Lögreglan kom á fundi með Wein á kaffihúsi. Þar sagði hún óeinkennisklæddum lögreglumanni að hún vildi láta drepa fyrrum eiginmann sinn og að hún væri reiðubúin til að greiða 5.000 dollara fyrir verkið. Hún hitti lögreglumanninn aftur síðar um daginn og greiddi honum þá 200 dollara í fyrirframgreiðslu fyrir morðið.

Reiknað er með að dómur verði kveðinn upp yfir henni þann 13. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn