fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Transfólk hrakti lesbískan prófessor úr starfi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 15:30

Kathleen Stock í viðtali hjá ITV. Skjáskot/ITV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kathleen Stock er með transfóbíu. Rekið Kathleen Stock. Við greiðum ekki 1,6 millónir á ári fyrir transfóbíu Kathleen Stock. Annars er Kathleen Stock röngu megin í sögunni og mun deyja alein.“ Þetta er meðal þess sem kom fram á fjölmörgum spjöldum sem voru hengd upp í háskólanum í Sussex þar sem umrædd Kathleen Stock, 48 ára, var prófessor í heimspeki. Á spjöldunum voru myndir af henni, nafn hennar og hvatning um að hún yrði rekin úr starfi.

Að lokum gafst hún upp á þessu mikla áreiti og hætti af sjálfsdáðum. En ástæðan fyrir þessum árásum á hana var að hún var sökuð um að hafa gagnrýnt transfólk. Hún segir að samstarfsfólk hennar hafi ýtt undir reiði nemenda. Hún sagði sögu sína nýlega í þætti BBC „Woman‘s Hour“.

Í þættinum lýsti hún deginum sem hún gafst upp vegna árásanna. „Ég sneri bara við og hljóp, og ofandaði, aftur á lestarstöðina og tók fyrstu lest heim,“ sagði hún. Daginn áður hafði hún séð veggspjald inni á salerni þar sem „transfóbíska ruglið sem kemur út úr Kathleen Stock“ var gagnrýnt.

Í viðtalinu líkti hún árásunum við hryllilega martröð sem minni á nornaveiðar á miðöldum.

Árásirnar hófust í kjölfar þess að fyrir þremur og hálfu ári byrjaði hún að skrifa um kynvitund. Þar sem hún er sjálf lesbía og femínískur aðgerðasinni hafði hún persónulegan áhuga á málinu. En í fyrstu voru árásirnar á hana ekki mjög grófar, alvarlegar eða umfangsmiklar. En eftir að hún gaf út bók nýlega færðust árásirnar mjög í vöxt. Í bókinni setti Stock spurningamerki við hugmyndina um að kynvitund hafi meiri félagslega þýðingu en líffræðilega. Í stuttu máli sagt þá varð henni það á að segja að fólk geti ekki skipt um kyn út frá líffræðilegu sjónarmiði. Hún sakar gagnrýnendur um að hafa snúið út úr orðum hennar og þvertekur fyrir að hún sé þröngsýn eða illa við transfólk.

Andstæðingar hennar saka hana á móti um að hafa árum saman fært rök fyrir að meina eigi transfólki aðgang að stöðum þar sem aðeins konur mega koma og að kúga rétt transfólks til sjálfsákvörðunar um kynvitund sína. Hún var einnig sökuð um að vera í samtökum sem berjast fyrir réttindum lesbía, homma og tvíkynhneigðra en transfólk segir þessi samtök vera transfóbísk.

Stock sagðist í upphafi ekki hafa getað ímyndað sér að þetta myndi enda með mótmælum, þar sem 100 stúdentar tóku þátt og voru margir þeirra með grímur, gegn henni. Í yfirlýsingu var fólk hvatt til að halda áfram að vera reitt þar til Stock hyrfi á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða