fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Matarverð hefur hækkað um 30% á heimsvísu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. nóvember 2021 08:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarverð hefur hækkað mikið á heimsvísu að undanförnu og hefur ekki verið hærra í rúman áratug að sögn FAO, Matvælastofnunar SÞ. Ástæðan er mikil eftirspurn og uppskerubrestur víða um heim.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að verð hafi hækkað í október og hafi það verið þriðja mánuðinn í röð sem verðið hækkaði. Nam hækkunin á milli mánaða 3%. Hækkanir á grænmetisolíu og hveiti eiga mestan þátt í hækkunum.

FAO Food Price Index fylgist með mánaðarlegum breytingum á matarverði. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um rúmlega 30% og hefur ekki verið hærri síðan í júlí 2011 að sögn FAO.

Verð á hveiti hefur hækkaði um 5% í október vegna minni uppskeru í Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hækkaði verð á hrísgrjónum maís og byggi. Einnig hækkaði verð á pálmaolíu, sólblómaolíu og repjuolíu.

FAO segir að aukin eftirspurn sé á heimsvísu eftir vörum á borð við mjólk, kjúklingum, grænmetisolíum og byggi.

Öfgakennt veðurfar, erfiðleikar við flutninga, skortur á vinnuafli og hækkandi verð á ýmsu veldur þrýstingi á matvælabirgðir og verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma