fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Pressan

Upplifa ný vandræði á stefnumótamarkaðnum – „Því miður, ég vil ekki fara á stefnumót með bólusettum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 22:00

Hann vill ekki fara á stefnumót með óbólusettu fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki auðvelt að vera einhleyp eða einhleypur á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hámarki þar sem samfélagsstarfsemin var að miklu leyti lömuð og erfitt að hitta fólk. En það virðast einnig vera ákveðinn eftirköst af faraldrinum í stefnumótalífinu. Að minnsta kosti upplifði hin danska Louise Samson það nýlega.

Louise, sem er 35 ára, fékk skilaboð frá manni sem hún hafði skrifast á við á stefnumótasíðu á Facebook. Þau skrifuðust aðeins á um vinnu Louise og svo spurði maðurinn hvort hún væri bólusett gegn kórónuveirunni og svaraði hún því játandi. Þá svaraði maðurinn: „Því miður, ég vil ekki fara á stefnumót með bólusettum.“

BT skýrir frá þessu. Fram kemur að Louise hafi í framhaldinu deilt orðaskiptum þeirra á Facebook og hafa þau vakið mikla athygli og komið umræðu af stað. Margir, sem hafa tjáð sig, segjast sama sinnis og maðurinn sem Louise skrifaðist á við.

„Ég gat ekki annað en hlegið, eftir á, að því sem hann skrifaði. Þetta fékk mig líka til að hugsa um hversu miklu máli þetta skiptir suma greinilega, sérstaklega þegar ég las athugasemdirnar,“ er haft eftir Louise sem segist eiga erfitt með að sjá hvernig bólusetning geti skipt máli um hvort fólk vill fara á stefnumót eða ekki. „Í mínum huga líkist þetta því að þú farir og spyrjir nágranna þinn hver uppáhaldslitur hans sé og ef hann er blár þá ákveðir þú að þið hafið ekkert meira að tala um,“ sagði hún.

Í athugasemdakerfinu við færslu Louise sést greinilega að margir vilja ekki fara á stefnumót eða eiga í sambandi við bólusett fólk. Ein skrifar að hún vilji ekki eiga í sambandi við einhvern sem gætir ekki að hvað fer inn í líkamann og líkir því að láta bólusetja sig við að nota stera, eiturlyf eða ofneyslu áfengis.

Aðrir segja að bólusett fólk hafi aðrar skoðanir og gildi en óbólusettir og því verði erfitt fyrir fólk að finna eitthvað sameiginlegt. Sumir segjast einnig óttast að fá bóluefni inn í líkamann ef þeir eru of nálægt bólusettu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna
433Pressan
Fyrir 2 dögum

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“