fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

„Hún mun finnast“ – „Þetta er ráðgáta sem verður að leysa og hún mun að lokum verða leyst“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. október 2021 05:57

Vél frá Malaysian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvers staðar í heimshöfunum er flak flugs MH370 frá Malaysia Airlines sem hvarf þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Smávegis brak úr vélinni hefur fundist en ekkert annað. Yfirvöld hættu leit að vélinni 2017 en um allan heim er fólk sem hefur ekki gefist upp og reynir að finna hana. Og dag einn mun hún finnast.

Það segir Peter Foley, Ástrali, sem hefur stýrt leit áhugafólks að vélinni. Hann segir að fólk gefist einfaldlega ekki upp við leitina að vélinni. Hann stýrði alþjóðlegri leit að vélinni sem ástralska samgöngustofnunin stóð fyrir. Í henni tóku mörg hundruð manns þátt og leituðu að vélinni á rúmlega 120.000 ferkílómetra svæði í sunnanverðu Indlandshafi. Hafsbotninn var kortlagður og reynt var að rekja ferðir þess braks sem fundist hefur. Einnig var unnið að undirbúningi leiðangurs til að ná flaki vélarinnar upp af hafsbotni. En verkefninu var hætt 2017.

The Guardian hefur eftir Foley að vélin muni finnast og að hún muni finnast nærri því svæði í sunnanverðu Indlandshafi sem sjónir leitarmanna beindust að þar til leitinni var hætt 2017. „Þetta er eitt þeirra mála sem mun heilla fólk þar til ráðgátan hefur verið leyst. Þetta er ráðgáta sem verður að leysa og hún mun að lokum verða leyst,“ sagði hann.

Flug MH370 hvarf af ratsjám 38 mínútum eftir flugtak frá Kuala Lumpur í Malasíu en vélin var á leið til Peking í Kína. Gervihnattagögn og ratsjárgögn sýndu að hún var á lofti í sjö klukkustundir eftir að hún hvarf af ratsjám.

Margar samsæriskenningar hafa verið settar fram um örlög vélarinnar. Til dæmis var því velt upp að henni hefði verið rænt af mönnum sem hafi síðan stolið líffærum úr farþegum og áhöfn, að hún hafi lent í svartholi eða að Norður-Kórea hafi átt hlut að máli. Meðal annarra kenninga eru þær að flugmaðurinn eða flugstjórinn hafi framið sjálfsvíg og tekið alla í vélinni með sér í dauðann og að flugmennirnir hafi misst meðvitund og vélin flogið á sjálfstýringu þar til hún varð eldsneytislaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu