fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ótrúlegt bréf frá Osama bin Laden vekur athygli – Sá hann vandræði Biden fyrir?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 05:59

Osama bin Laden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréf frá Osama bin Laden, stofnanda hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, hefur að undanförnu vakið töluverða athygli en það var skrifað 2010. Þá hét forseti Bandaríkjanna Barack Obama og varaforseti hans var Joe Biden sem nú er forseti Bandaríkjanna. Bin Laden var heilinn á bak við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í september 2001.

Það liggur beint við að halda að bin Laden hafi viljað Biden feigan á þessum tíma og hefði ekki hikað við að láta myrða hann ef tækifæri gæfist til. En það var ekki raunin miðað við það sem kemur fram í bréfinu. „Þeir (al-Kaídainnsk. blaðamanns) eiga ekki að reyna að ráðast á Joe Biden þegar hann kemur til Afganistan eða Pakistan,“ skrifaði hann.

Umrætt bréf. Mynd:West Point Combating Terrorism Center.

Þess í stað átti að reyna að komast að ef og þá hvenær Obama og David Petraeus, sem var yfirmaður herafla NATO í Afganistan 2010, myndu koma til landsins og granda flugvél þeirra. Ef þetta hefði gengið eftir hefði Biden tekið við sem forseti Bandaríkjanna og það var einmitt það sem bin Laden var að vonast eftir. „Biden er algjörlega óundirbúinn fyrir þetta hlutverk og hann mun koma Bandaríkjunum í erfiðleika,“ skrifaði bin Laden.

Það að þetta 11 ára gamla bréf veki athygli núna má rekja til valdatöku Talibana í Afganistan en margir skrifa það á ábyrgð Biden að þeir skuli hafa náð landinu á sitt vald og hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að kalla bandaríska herliðið heim frá landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?