fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Leiðtogi Hong Kong vill fylgjast náið með unglingum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 19:30

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að kínverska kommúnistastjórnin innleiddi ný öryggislög í Hong Kong á síðasta ári hefur stjórnin í Hong Kong sífellt fært sig nær því að vera einræðisstjórn. Carrie Lam, leiðtogi hennar, er algjörlega trú og holl Kínverjum og styður ákvarðanir kommúnistastjórnarinnar fullkomlega. Nú segist hún telja að „hugmyndafræði“ ógni þjóðaröryggi.

Þetta sagði hún á fréttamannafundi á þriðjudaginn. Hún hvatti foreldra, kennara og presta til að fylgjast með hegðun unglinga og tilkynna til yfirvalda ef þeir brjóta lög.

Hún sagðist einnig harma að íbúar Hong Kong hefðu syrgt fimmtugan mann sem framdi sjálfsvíg eftir að hafa stungið lögreglumann þann 1. júlí en þá var eitt ár liðið frá því að nýju öryggislögin tóku gildi. „Íbúar hafa lengið þurft að þola ranghugmyndir, til dæmis að hægt sé að ná réttlæti með ólöglegum hætti,“ sagði hún og bætti við að þær hættur sem steðja að þjóðaröryggi komi frá „hugmyndafræði“.

Frá því að öryggislögin voru sett hafa helstu stjórnarandstæðingarnir verið handteknir eða hafa flúið land. Gagnrýnendur segja að lögin hafi gert út af við frelsi borgarinnar og réttindi íbúanna en stuðningsfólk segir að þau hafi komið á jafnvægi á nýjan leik.

Carrie Lam sagði að ríkisstjórnin megi ekki leyfa „ólöglegum hugmyndum að ná til almennings í gegnum menntun, listir og menningu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum