fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Biden ætlar að segja Pútín hvar mörkin liggja og heitir því að aðstoða Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 07:00

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fundar með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, í Genf í Sviss á morgun. Á fundi þeirra ætlar Biden að gera Pútín grein fyrir hvar Bandaríkin draga mörkin varðandi eitt og annað í alþjóðamálum. Hann heitir því einnig að Bandaríkin muni verja fullveldi Úkraínu fyrir ágangi Rússa.

Þetta sagði Biden í gær að loknum leiðtogafundi NATO í Brussel. Á fréttamannfundi sagði hann að Bandaríkin vildu ekki standa í deilum við Rússa en „við munum svara ef Rússar halda áfram skaðlegum aðgerðum sínum“. Þar vísaði hann til árása rússneskra tölvuþrjóta á bandarísk fyrirtæki og stofnanir og afskipti Rússa af forsetakosningunum. „Ég mun gera það ljóst hvar rauðu línurnar eru,“ sagði Biden.

Ein þessara rauðu lína snýr að Úkraínu og hét Biden því að Bandaríkin muni hjálpa Úkraínu við að komast í þá stöðu að landið geti tryggt öryggi sitt ef Rússar verða ágengir.

Þrátt fyrir það sem segja má að séu þung orð um samskipti ríkjanna sagðist Biden vonast til að ríkin tvö geti unnið saman. „Ég mun gera Pútín ljóst að það eru málaflokkar sem við getum unnið saman að,“ sagði hann og bætti við að hann vonist til að Pútín hafi áhuga á að „breyta þeirri mynd sem heimsbyggðin hefur af honum“.

Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, þrýsti á að NATO myndi taka Úkraínu inn í varnarbandalagið á fundinum um helgina. Biden hafnaði því á mánudaginn og sagði Úkraína þurfi að gera frekari lýðræðisumbætur og herða baráttuna gegn spillingu til að geta orðið aðildarríki varnarbandalagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?