fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Milljarðamæringur myrtur á heimili sínu – „Gjafmildur og góður fjölskyldumaður sem hugsaði hlýtt til allra“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 22:00

Sir Richard Lexington Sutton - Skjáskot/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn ríkasti maður Bretlands, Sir Richard Lexington Sutton, fannst látinn á sveitasetri sínu í gærkvöldi. Sutton var afar efnaður en eigur hans voru metnar á 301 milljón punda eða rúmlega 52 milljarða í íslenskum krónum.

Samkvæmt The Sun lést Sutton eftir að hafa verið stunginn. Kona var með honum á setrinu var særð eftir árásina en talið er að konan sem um ræðir sé eiginkona milljarðamæringsins. Sutton var úrskurðaður látinn á vettvangi en farið var með konuna tafarlaust á sjúkrahús. Hún er á lífi en er þó ennþá í lífshættu. Þremur klukkustundum eftir að Sutton fannst látinn var 34 ára gamall karlmaður handtekinn í London, um 160 kílómetrum frá sveitasetrinu. Maðurinn sem var handtekinn þurfti einnig að fara á sjúkrahús vegna áverka en hann er ekki talinn vera í lífshættu.

Sutton hefur verið lýst sem „gömlum enskum heiðursmanni og landeiganda“ en hann átti gríðarlega mikið af eignum um allt Bretland, landssvæði, hótel og sveitir. „Þetta óvænta andlát Sir Richard Sutton er okkur afar þungbært,“ sagði talsmaður fyrirtækis Sutton, Sir Richard Sutton Limited, í dag. „Sir Richard var hugulsamur, gjafmildur og góður fjölskyldumaður sem hugsaði hlýtt til allra sem unnu fyrir hann og hugsaði um þá sem hluta af fjölskyldunni sinni. Hann helgaði sig fyrirtækinu og fólkinu í því og var með háa staðla og kröfur fyrir hótelin, sveitirnar og eignirnar sem fyrirtækið hans á. Hugur okkar er hjá Sutton fjölskyldunni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig