fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Dularfullt morð í Bethlehem

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 23:00

Borgin Bethlehem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var framið dularfullt morð í borginni Bethlehem, í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Hinn 31 árs gamli Kenneth Pickell var skotinn til bana á bílastæði í nágranna síns. Bæjarblöð í Bethlehem fjalla um málið.

Þegar lögregla kom á vettvang sat eiginkona mannsins í blóðpolli með lík mannsins í fanginu og sagði að „Josh“ hefði framið það. Sá sem hefur verið ákærður fyrir morðið var nágranni og góður vinur fórnarlambsins, Joshua Leone, 35 ára.

Kenneth Pickell, var giftur eins barns faðir, nýlega fluttur til móður sinnar í Bethlehem. Hann hafði þá vingast við Joshua Leone. Þrátt fyrir skammlíft vinasamband hafði Kenneth talað verulega vel um vin sinn, og líkt honum við bróður.

„Hann sagði einu sinni við mig að hann elskaði hann eins og bróður. Þeir tveir voru bestu vinir.“ sagði móðir Pickell og bætti við „Ég skil ekki afhverju hann var skotinn, og ég vona að ég muni aldrei þurfa að skilja það.“

Það sem vekur sérstaklega athygli við málið eru tildrög þess, en enginn virðist vita raunverulega ástæðu glæpsins.

Ætlaði að malda í móinn en var of sein

Samkvæmt lögregluskýrslu hefur eiginkona Pickell lýst málinu á þann veg, að maður hennar hafi farið út að ganga með hundinn sinn. Þegar hann hafi átt að vera kominn til baka hafi hún séð „hlutina fara úr böndunum“ á milli Pickell og Leone.

Þá hafi hún hlaupið til félaganna og ætlað að malda í móinn. Þegar hún var kominn út til þeirra sá hún Leone í dyragætt hússins síns, haldandi á haglabyssu og skammbyssu. Hún segist þá hafa hvatt eiginmann sinn til að koma sér í burtu, sem hann og gerði, en þá hafi skothríð nágrannans hafist, sem varð Pickell að bana.

Í kjölfarið kom lögregla á vettvang og þá gekk Leone úr húsi sínu með hendur á lofti og var handtekinn.

Lögreglan hefur gefið út að málið sé enn í rannsókn, og enn séu margir þættir málsins huldir. Talið er að Leone hafi skotið félaga sinn eftir rifrildi, en sjálft umfjöllunarefni rifrildisins liggur ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni