fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Danska lögreglan fann 440 kíló af hassi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 07:50

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á sunnanverðu Sjálandi og Lálandi og Falstri lagði á þriðjudaginn hald á 440 kíló af hassi og 1,1 milljón danskra króna í reiðufé í umfangsmikilli aðgerð í Nakskov. Sex voru handteknir vegna málsins.

„Miðað við það sem fram kom í fyrstu yfirheyrslum og í rannsóknaraðgerðum okkar teljum við að hér sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og miðað við magnið af hassi, sem hald var lagt á, erum við sannfærð um að efnið er ætlað fyrir miklu stærra markaðssvæði en Nakskov,“ hefur BT eftir Kim Kliver, yfirlögregluþjóni.

Hin handteknu eru á aldrinum 20 til 60 ára. Fjöldi húsleita fór fram. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir sexmenningunum í gær og varð dómari við þeirri kröfu.

Rannsókn málsins er langt frá því lokið og sagði Kliver að hún beinist nú að því að finna höfuðpaurana. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Pressan
Í gær

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar