fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Danska lögreglan fann 440 kíló af hassi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 07:50

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á sunnanverðu Sjálandi og Lálandi og Falstri lagði á þriðjudaginn hald á 440 kíló af hassi og 1,1 milljón danskra króna í reiðufé í umfangsmikilli aðgerð í Nakskov. Sex voru handteknir vegna málsins.

„Miðað við það sem fram kom í fyrstu yfirheyrslum og í rannsóknaraðgerðum okkar teljum við að hér sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og miðað við magnið af hassi, sem hald var lagt á, erum við sannfærð um að efnið er ætlað fyrir miklu stærra markaðssvæði en Nakskov,“ hefur BT eftir Kim Kliver, yfirlögregluþjóni.

Hin handteknu eru á aldrinum 20 til 60 ára. Fjöldi húsleita fór fram. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir sexmenningunum í gær og varð dómari við þeirri kröfu.

Rannsókn málsins er langt frá því lokið og sagði Kliver að hún beinist nú að því að finna höfuðpaurana. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld