fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Hryllileg meðferð lögreglu á 9 ára barni – „Ég vil pabba minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 21:01

Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd sem birt hafa verið úr búkmyndavélum lögreglu á Youtube sýna ótrúlega meðferð lögreglu í borginni Rochester í New York fylki á níu ára stúlku.

Vice greinir frá málinu í kvöld.

Atvikið gerðist síðasta sunnudag en lögregla var kölluð til vegna heimiliserja. Lögregla handjárnaði stúlkuna og flutti hana nauðuga inn í lögreglubíl. Því næst var úðað á hana piparúða.

Fyrra myndbandið fer rólega af stað og sýnir lögreglumann ganga á eftir stúlkunni niður götu, hann hvetur hana margoft til að stöðva, hún sé ekki í vandræðum. Loks nær hann barninu og spyr hvað sé að, hvernig hann geti hjálpað. Móðir stúlkunnar kemur á vettvang og mæðgurnar fara að rífast. Í kjölfarið er stúlkan yfirbuguð af lögreglumönnum og neydd inn í lögreglubíl.

Síðara myndbandið úr búkmyndavél má sjá hér að neðst í fréttinni. Það sýnir lögreglu beita barnið valdi, handjárna það, neyða inn bílinn og beita piparúða. Barnið öskrar á föður sinn nær allan tímann.

Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir meðferð sína á barni sem augljóslega var í uppnámi. Á blaðamannafundi afsakaði fjölmiðlafulltrúi framgöngu lögreglunnr og sagði: „Hann tók á ákvörðun sem hann taldi vera þá bestu. Hún hlaut engin meiðsli af þessu.“ Hann sagði að erfitt væri að koma manneskju inn í aftursæti lögreglubíls með valdi án þess þess að skaða viðkomandi. Hefði öðrum aðferðum verið beitt hefði barnið geta meiðst.

Þessi ummæli má sjá á Twitter og þar vekja þau hörð viðbrögð.

 

 

Hér að neðan má sjá síðara myndbandið úr búkmyndavél lögreglunnar. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing