fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Örvæntingarfullir Mexíkóar bíða klukkustundum saman eftir súrefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 18:30

Fólk bíður í röð eftir að fá súrefni fyllt á kúta í Mexíkó. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álagið á sjúkrahús í Mexíkóborg er svo mikið að ekki er hægt að taka við fleiri COVID-19-sjúklingum og verða þeir því að takast á við sjúkdóminn heima hjá sér. Þetta veldur því að fólk stendur klukkustundum saman í röðum til að kaupa súrefni handa veikum ættingjum sínum.

Dæmi eru um að fólk hafi eytt því litla fé sem það á til að kaupa súrefniskúta fyrir veika ættingja sína.  Í sumum fjölskyldum þarf fólk að fara margoft á dag til að kaupa súrefni því það á bara svo litla súrefniskúta að þeir duga aðeins í nokkrar klukkustundir.

Rúmlega 90% sjúkrarúma í borginni eru nú upptekin, aðallega vegna gríðarlegs fjölda COVID-19-sjúklinga. Borgin hefur verið á hæsta viðbúnaðarstigi síðan um miðjan desember vegna faraldursins. Til að reyna að draga úr útbreiðslu hans hafa yfirvöld bannað alla starfsemi og samkomur sem ekki teljast nauðsynlegar en það hefur ekki dugað til.

Um níu milljónir manna búa í borginni og hafa 26.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið skráð þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks