fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Stefan Löfven ver sænsku aðferðafræðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíkt mörgum Evrópulöndum hafa Svíar ekki gripið til harðra aðgerða varðandi kórónuveiruna, ekki hefur verið gripið til lokana, skólum lokað eða fólk hvatt eða skyldað til að nota andlitsgrímur á almannafæri. Stefan Löfven, forsætisráðherra, segir að það hafi verið rétt ákvörðun að grípa ekki til harðra aðgerða þrátt fyrir að tölur sýni að dánartíðnin í Svíþjóð er mun hærri en í nágrannalöndunum.

Fram að þessu hafa rúmlega 5.800 Svíar látist af völdum COVID-19 en það er mun hærri dánartíðni en í nágrannaríkjunum Noregi, Finnlandi og Danmörku þar sem dánartíðnin er þriggja stafa tala. Löfven segir að sænska aðferðin sé sú besta til að takast á við veiruna.

Í samtali við Dagens Nyheter sagðist hann telja að sú aðferðafræði sem Svíar hafa notað sé sú rétta til að vernda einstaklinga og takmarka útbreiðslu veirunnar.

„Það sem hefur verið einna mest rætt og það sem við gerðum öðruvísi í Svíþjóð er að við lokuðum ekki skólum. Núna eru ansi margir sem telja að við höfum farið rétta leið í þessu.“

Svíar hafa aðallega treyst á að fólk virti tilmæli og reglur um félagsforðun og settu ekki hömlur á samkomuhald né settu dvalarheimili aldraðra og sjúkra í einangrun eins og hefur verið gert víða.

Samhliða því að slakað hefur verið á kröfum um félagsforðun víða í Evrópu hefur smitum fjölgað en í Svíþjóð hefur þróunin verið í hina áttina, smitum og dauðsföllum hefur farið fækkandi á undanförnum vikum.

Löfven varði einnig þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að skipa ekki fyrir um notkun andlitsgríma á almannafæri.

„Það sem er enn mikilvægt er félagsforðun, skimanir og rakning. Það verður að vera aðaláherslan í að draga úr smitum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?