fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Ný flugvél á að fljúga á þreföldum hljóðhraða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 21:30

Ný þota sem er á teikniborði Virgin Galactic. Mynd:Virgin Galactic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirtækið Virgin Galactic er að þróa flugvél sem mun fljúga enn hraðar en Concord sem gat flogið á tvöföldum hljóðhraða. Það stefnir því í að hægt verði að stytta flugtímann heimsálfa á milli mikið.

Nýja vélin á að geta flogið á allt að þreföldum hljóðhraða. Virgin Galactic svipti nýlega hulunni af hönnun vélarinnar. CNN skýrir frá þessu.

Hönnun vélarinnar hefur fengið grænt ljós flugmálayfirvalda og því er hægt að halda áfram vinnu við þróun vélarinnar. Hún er straumlínulöguð og frekar lítil en hún tekur aðeins 9 til 19 farþega. Vélin á að geta flogið í allt að 18 km hæð.

Næsta skrefið í þróun hennar er að hreyflar hennar og stýrisbúnaður verða að uppfylla kröfur um hraða og einnig þarf að leysa mál á borð við mengun, hávaða og viðhald.

Hvað varðar hreyfla þá hefur Virgin Galactic hafið samstarf við Rolls-Royce sem hannaði einnig hreyfla Concord. En við hönnun nýju vélarinnar verður sjálfbærni höfð að leiðarljósi og væntir Virgin Galactic að það geti haft áhrif á þróunina i flugiðnaðinum i heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni