fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

5.433 hafa látist af völdum COVID-19 í Svíþjóð – Búa sig undir aðra bylgju

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því á föstudag og þar til í gær létust 13 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þar með eru dauðsföllin orðin 5.433. Í heildina hafa rúmlega 73.000 manns greinst með veiruna. Konur eru í meirihluta eða tæplega 43.000 en karlar rúmlega 30.000.

En það eru hins vegar fleiri karlar sem hafa látist af völdum veirunnar en konur. 2.977 karlar hafa látist.

Lena Hallengren, félagsmálaráðherra, sagði á fréttamannafundi í gær að hættan af völdum heimsfaraldursins væri ekki liðin hjá. Af þeim sökum hefur ríkisstjórnin ákveðið að viðeigandi yfirvöld og stofnanir eigi nú að undirbúa sig undir stóran faraldur í haust.

Heilbrigðisyfirvöld eiga einnig að gera spá um hversu umfangsmikill slíkur faraldur gæti orðið. Hallengren sagði að nýr faraldur verði væntanlega í formi staðbundinna faraldra. Af þeim sökum sé mikilvægt að gera viðbragðsáætlanir á svæðisvísu, ekki bara á landsvísu.

Svíar hafa farið mun verr út úr faraldrinum en hin Norðurlöndin en 53,1 af hverjum 100.000 íbúum hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Í Danmörku er hlutfallið 10,5 af hverjum 100.000 íbúum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf