fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

„Hún gerði mig að kynlífsþræl”

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 22:00

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegar upplýsingar eru byrjaðar að leka út eftir handtökuna á Ghislaine Maxwell fyrr í mánuðinum. Hún var lengi unnusta auðkýfingsins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein og er grunuð um að hafa aðstoðað hann við að finna ungar stúlkur sem hægt var að níðast á. Hún er einnig grunuð um að hafa beitt stúlkurnar kynferðislegu ofbeldi.

Eitt af fórnarlömbum þeirra var Virginia Giuffre. Hún kom fyrir dóm 2016 þegar hún höfðaði einkamál gegn Maxwell og skýrði frá hverju hún hafði lent í.

„Það var hún sem misnotaði mig reglulega. Það var hún sem stýrði mér. Hún sagði hvað ég átti að gera, þjálfaði mig sem kynlífsþræl og misnotaði mig líkamlega og andlega.“

Maxwell sakaði Giuffre þá um að vera lygara og eins og nú neitaði hún þeim ásökunum sem á hana voru bornar.

Virginia Roberts Giuffre

Sagði hún. Giuffre og Maxwell gerðu sátt  í einkamálinu en dómsskjölin hafa verið leynileg þar til nú en dómstóll í New York ákvað að svipta leynd af þeim.

Washington Post hefur ásamt fleiri bandarískum fjölmiðlum farið í gegnum málsskjölin og dregið upp nokkuð nákvæma mynd af óhugnaðinum sem Maxwell og Epstein stóðu fyrir.

Eitrað par

Washington Post segir að Giuffre hafi lýst Epstein og Maxwell sem „eitruðu pari“. Það hafi verið Maxwell sem sendi hana á milli ýmissa auðkýfinga sem misnotuðu hana kynferðislega. Hún sagði einnig að hún hafi ótal sinnum séð Epstein og Maxwell stunda kynlíf með ungum konum. Um svo margar konur og svo mikla misnotkun var að ræða að Giuffre man hvorki fjölda né nöfn allra fórnarlambanna.

„Þetta er ansi þokukennt fyrir mér. Í helming skiptanna fengum við ekki að vita skírnarnöfn hinna. Margar stúlknanna komu og fóru og ég sá þær aldrei aftur.“

Sagði hún fyrir dómi 2016.

Maxwell setti sig í samband við Giuffre þegar hún starfaði fyrir Donald Trump á Mar-a-Lago aðsetri hans í Flórída.

Jeffrey Epstein.

Af dómsskjölunum má ráða að það hafi yfirleitt verið Maxwell sem sendi hana til annarra auðkýfinga, yfirleitt með orðunum:

„Við sendum þig til herramanns sem þú átt að sinna vel. Þú átt að gera nákvæmlega það sama og þú myndir gera fyrir Jeffrey. Sjáðu til þess að hann verði glaður.“

Skjölin sýna einnig að Epstein þjáðist ekki af sektarkennd vegna misnotkunarinnar. Í mörgum tölvupóstum hvatti hann Maxwell til að fara út í samfélagið og til að bera höfuðið hátt.

„Þú hefur ekki gert neitt rangt. Hegðaðu þér eins og þú hafi ekki gert neitt rangt. Þér á ekki að líða eins og dæmdri manneskju á flótta.“

Epstein fyrirfór sér í fangaklefa í New York í ágúst á síðasta ári en hann sat í gæsluvarðhaldi og beið þess að koma fyrir dóm en hann var ákærður fyrir margvísleg brot, þar á meðal barnaníð. Maxwell kemur fyrir dóm á næsta ári. Hún á um 35 ára fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek um að hafa aðstoðað Epstein við illvirki hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt