fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Pressan

„Konan mín er búin að ákveða nafnið á barninu okkar og ég hata nafnið“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 05:45

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðandi faðir er ekki sáttur við nafnið sem konan hans hefur valið á barnið sem er væntanlegt í heiminn á næstunni. Hann er sannfærður um að barnið verði lagt í einelti vegna nafnsins sem er ansi óvenjulegt. Hann er þó ekki viss um að hann geti fengið konuna til að skipta um skoðun og finna annað nafn.

Þessi ráðvillti faðir skýrði frá þessu á Reddit. Hann segir þar að hann hafi lofað konunni hátíðlega að hún ein réði hvaða nafn yrði fyrir valinu.

Í innlegginu segir hann að þau hafi verið par nánast óslitið síðan þau voru 14 ára. Þau hafi gengið í hjónaband ung og eignast dóttur. Síðan slitnaði upp úr sambandi þeirra í skamman tíma en þau náðu aftur saman. Í millitíðinni kynntist konan öðrum manni og gengur hún með barn hans. Maðurinn segist ekki hafa hikað við að ganga hinu ófædda barni í föðurstað en það sé þetta með nafnið sem trufli hann.

„Við sömdum um að ég fengi að ráða nafninu á fyrstu dóttur okkar Charlotte (konunni minni féll ekki við nafnið en samþykkti það svo lengi sem hún fengi að velja nafn á næsta barn) og nú er röðin komin að henni.“

En nafnið, sem hún valdi, gleður manninn ekki. Hann hatar það raunar.

„Hún sagði við mig í gær að hún væri að lesa bók og hefði fundið hið fullkomna nafn. Ég spurði hvað það væri og hún svaraði: „Tuesday“ (þriðjudagur). Ég verð að játa að þegar hún sagði þetta hló ég hátt og spurði hvort henni væri alvara. Hún sagði já og að þetta væri ákvörðun hennar. Ég sagði henni að hún mætti gjarnan velja einstakt nafn en ekki vikudag. Hún hlustaði ekki á mig og benti bara á að hún hataði nafnið Charlotte og að hún hefði aðeins sagt já af því að hún mátti þá velja nafnið á næsta barn. Ég útskýrði þetta og sagði að ekki væri hægt að líkja þessu saman því Charlotte væri venjulegt nafn og dóttur okkar yrði ekki strítt vegna þess. Hún varð reið og eftir að við höfðum rifist um þetta sagði hún að lokum að þetta væri hvort sem er ekki mitt barn.“

Sagði faðirinn ósátti. Svo er spurningin bara: Hvað finnst lesendum um nafnið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dönsk sjúkrahús búa sig undir þriðju bylgju heimsfaraldursins – „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast“

Dönsk sjúkrahús búa sig undir þriðju bylgju heimsfaraldursins – „Það er algjörlega ófyrirsjáanlegt hvað mun gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús

Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja að skordýr heimsins séu í bráðri hættu

Vísindamenn segja að skordýr heimsins séu í bráðri hættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skuggalegt mál í Þýskalandi – Lögreglan ber kennsl á lík

Skuggalegt mál í Þýskalandi – Lögreglan ber kennsl á lík
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja óhugnanlega framtíð blasa við

Vísindamenn segja óhugnanlega framtíð blasa við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir ólíklegt að COVID-19 hverfi algjörlega

Segir ólíklegt að COVID-19 hverfi algjörlega