fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Rödd hans veitir mörg þúsund konum fullnægingu daglega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Getur maður látið sig dreyma um eitthvað meira?“ Þetta segir Devlin Wylde, 49 ára, sem hefur slegið í gegn í „hljóðklámi“ en rödd hans nýtur mikilla vinsælda í því. „Allar konur eiga skilið að finnast þær fallegar og fá góðar fullnægingar. Það er gott að vita að ég leggi mitt af mörkum til að það gerist.“

Þetta hefur TV2 eftir honum. Breska blaðið The Mirror fjallaði nýlega um hann og kallaði hann „erótískan dávald“. Í kjölfarið hefur hann fengið mikla athygli.

„Ef þú hefðir sagt mér fyrir tíu árum að ég myndi veita 5.000 konum fullnægingu daglega hefði ég hlegið.“

Sagði hann í samtali við The Mirror.

Wylde, sem er breskur, er stundum kallaður „konungur hljóðkláms“ og upptökur hans eru spilaðar mörg þúsund sinnum á degi hverjum.

„Mér hefur verið sagt að rödd mín sé svo djúp að hún titri nákvæmlega þar sem hún á að titra, sé nægilega djörf til að hafa áhrif og nægilega munaðarfull til að konur geti slakað á með mér.“

Hefur TV2 eftir honum.

„Hljóðklám“, það er að segja erótískar eða klámfengnar sögur, njóta sívaxandi vinsælda á netinu, til dæmis hjá Storytel, YouTube og hlaðvörpum. Wylde er sjálfur með YouTuberásina Audio Erotica og hlaðvarpið Wylde In Bed: Erotic Bedtime Stories.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“