fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 05:45

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í skólpsýni sem var tekið í Barcelona í mars á síðasta ári. Aðeins er um eitt sýni að ræða og segja vísindamennirnir að frekari rannsókna á fleiri sýnum sé þörf til að staðfesta niðurstöðu þeirra.

Ef þetta er rétt þá þýðir það að veiran var til staðar á Spáni níu mánuðum áður en hún greindist fyrst í Kína. Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Joan Ramon Villalbi, hjá spænskum heilbrigðisyfirvöldum, að þar sem aðeins sé um eina niðurstöðu að ræða þurfi frekari rannsóknir á fleiri sýnum til að staðfesta niðurstöðuna og ganga úr skugga um að mistök hafi ekki verið gerð við rannsóknina.

Hugsanlega er niðurstaðan röng þar sem veiran er svo lík öðrum öndunarfærasýkingum en Villalbi sagði að niðurstaðan væri samt sem áður „örugglega áhugaverð“.

Rannsóknin hefur verið send í ritrýningu. Það voru vísindamenn við Barcelona háskóla sem unnu að henni en þeir hafa rannsakað skólpsýni síðan um miðjan apríl.

„Magn SARS-CoV-2 var lítið en jákvætt.“

Er haft eftir Albert Bosch, sem stýrði rannsókninni.

Áður hafði verið staðfest að veiran var í Barcelona þann 15. janúar á þessu ári, 41 degi áður en fyrsta tilfellið var staðfest opinberlega. Bosch segir að fyrstu sjúklingarnir hafi líklega fengið ranga sjúkdómsgreiningu, hafi verið greindir með kvef. Ef veiran hefði uppgötvast fyrr hefði það bætt viðbrögðin við heimsfaraldrinum.

Skólpsýni, sem voru tekin á Ítalíu, benda til að veiran hafi verið komin þangað í desember á síðasta ári og það sama er talið eiga við um Frakkland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt