fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Pressan

Hjúkrunarfræðingur sýnir þér hversu auðvelt er að smitast af COVID-19 – Svona forðast þú veiruna

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Molly Lixey, Hjúkrunarfræðingur frá Michigan-fylki í Bandaríkjunum, hefur birt myndband sem sýnir hversu auðvelt það er að smitast af COVID-19 þótt maður noti til dæmis plasthanska.

Myndbandið gerði hjúkrunarfræðingurinn eftir að hafa farið í verslunarferð og séð fjölda viðskiptavina nota plasthanska. henni fannst það frábært, en verra fannst henni að engin virtist vita hvernig ætti að nota þá rétt, til að forðast smit.

Molly tók málin í sínar hendur og gerði myndband sem hún birti á Facebook. Nú hefur myndbandið vakið mikla athygli og birst í fjölmiðlum út um allan heim.

Í myndbandinu lýsir og sýnir Molly því hversu auðveldlega smit getur farið um matvöruverslun. Hún notar málningu til að tákna sýkla og pappaspjald sem táknar símann hennar.

Að myndbandinu loknu er áhorfandanum ljóst að ansi lítið þarf að eiga sér stað til þess að maður smitist.

„Það er tilgangslaust að vera með hanska ef þú þværð þér ekki í hvert skipti sem þú snertir eitthvað.“ sagði Molly við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni

Kórónuveiran „hverfur“ svo hratt að erfitt er að prófa bóluefni