fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Segja börn látast úr nýjum sjúkdómi – Tengist hugsanlega COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 06:50

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nokkur bresk börn, sem ekki voru með neina undirliggjandi sjúkdóma, hafi látist af völdum bólgusjúkdóms sem kom upp í tengslum við COVID-19. Sömu sögu er að segja frá Ítalíu, þar hafa börn undir níu ára aldri veikst alvarlega af bólgusjúkdómi í tengslum við COVID-19.

Ítalskir og breskir vísindamenn rannsaka nú hvort tengsl séu á milli COVID-19 faraldursins og bólgusjúkdómsins. Einkenni hans eru hár hiti og bólgnar æðar. Líklega er um svokallaðan Kawasakisjúdóm að ræða en hann er algengur víða í Asíu.

Í samtali við LBC Radio sagði Hancock að nokkur börn hafi látist án þess að glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Þetta sé nýr sjúkdómur sem kórónuveira og COVID-19 veiran valdi hugsanlega. Það sé þó ekki alveg öruggt því sumir þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn hafa ekki greinst jákvæðir við rannsóknir. Af þeim sökum sé nú verið að rannsaka málið af miklum þunga.

Orsakir Kawasakisjúkdómsins eru óþekktar en hann leggst yfirleitt á börn yngri en fimm ára. Þau fá þá oft hita, útbrot og kirtlar bólgna. Í alvarlegustu tilfellunum geta komið upp bólgur í slagæðum hjartans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi