fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Mörg hundruð Íranir hafa látið lífið við að reyna að forðast COVID-19 smit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íran hefur orðið illa út í COVID-19 faraldrinum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum hafa að minnsta kosti 2.500 Íranir látist af völdum veirunnar. Gervihnattamyndir af borginni Qom sýna að yfirvöld eru að grafa fjöldagrafir fyrir fórnarlömbin. Samhliða því sem ástandið í landinu versnar hefur færst í vöxt að rangar upplýsingar um veiruna nái sér á flug. Á samfélagsmiðlum er stungið upp á ýmsum aðferðum til að forðast smit og til að læknast af henni. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Eitt af ráðunum sem mikið hefur farið fyrir er að alkóhól geti verndað fólk fyrir smiti. Mörg þúsund manns hafa farið að þessu ráði og drukkið metanól, einnig þekkt sem tréspíra, en það er eitrað. Á föstudaginn létust 480 manns eftir að hafa drukkið metanól og tæplega 3.000 veiktust. Metanól getur lamað öndunarfærin, valdið varanlegri blindu og í versta falli dauða.

Áfengisneysla er bönnuð í Íran en áfengir drykkir eru seldir í miklu magni á svarta markaðnum. En þetta áfengi er mismunandi að gæðum og inniheldur oft metanól.

Írönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt fólki að forðast að fara þessa leið. Í sumum héruðum landsins er ástandið svo slæmt að fleiri hafa látist af völdum metanóleitrunar en af völdum COVID-19 veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða