fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hneyksli í sænska Eurovision – Keppanda vísað úr keppni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar taka Eurovision mjög alvarlega og leggja mikið í sölurnar ár hvert til að ná góðum árangri. Undankeppnin tekur sex vikur og er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið þar í landi. Strangar reglur gilda auðvitað um keppnina og ekkert má út af bregða. Í vikunni tilkynnti Sænska ríkisútvarpið að einum keppanda hafi verið vikið úr keppninni en hann átti að stíga á stokk um næstu helgi.

Um er að ræða hinn 58 ára gamla leikara og söngvara Thorsten Flinck en hann er velþekktur í Svíþjóð og nýtut mikilla vinsælda. Ástæðan fyrir brottvísun hans úr keppninni er að dómsmál er nú rekið á hendur honum. Hann er ákærður fyrir að ráðist að bíl konu, sem ökumaður bíls sem Flinck var farþegi í, hafði skömmu áður tekið framúr.  Konan flautaði á þá á meðan á framúrakstrinum stóð og fór það illa í Flinck og ökumanninn. Þeir stöðvuðu og réðust að bíl konunnar, lömdu hann og höfðu í hótunum við hana.

En þetta þykir varpa skugga á virðuleika keppninnar og því fær Flinck ekki að taka þátt. Lagið sem hann átti að flytja fær þó að vera með og mun annar söngvari flytja það á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“