fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Týndi minnismiðanum – Tapaði þar með 7,2 milljörðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 05:52

Bitcoin er vinsæl rafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskur maður sem hafði í tæp ár lifibrauð af því að rækta og selja kannabis, var handtekinn árið 2017 og síðar dæmdur til fangelsisvistar. Við reglubundið eftirlit hafði lögreglan fundið kannabis að andvirði 2000 evra, eða tæplega 280 þúsund króna, í bíl mannsins. Á heimili mannsins fann lögreglan meira en 500 kannabisplöntur að andvirði um 400.000 evra eða rúmlega 55 milljóna króna. Það átti þó eftir að koma í ljós að eignir mannsins voru mun meiri. The Irish Times skýrir frá þessu.

Hann hafði nefnilega notað ágóðann af kannbissölunni til þess að fjárfesta í bitcoin, sem hann keypti 2011 og 2012, þegar hægt var að kaupa bitcoin fyrir undir 2.000 krónur stykkið. Maðurinn fjárfesti í meira en 6.000 bitcoin. Í dag kostar bitcoin meira en 1,2 milljónir króna, sem þýðir að 6.000 bitcoin myndu kosta meira en 7,2 milljarða króna.

Samkvæmt The Irish Times þorði maðurinn ekki að geyma allar bitcoin myntirnar sínar á einum reikningi, þess vegna stofnaði hann 12 nýja reikninga og deildi bitcoin myntunum sínum á milli þeirra. Þetta þýddi að hann þurfti að nota 12 mismunandi lykilorð, sem hann skrifaði á miða sem hann faldi í kassa með veiðigræjum á heimili sínu í Galway.

Eftir að maðurinn var handtekinn árið 2017 var brotist inn á heimili hans, auk þess tæmdi leigusalinn húsið og var stórum hluta af eignum hans hent á haugana. Margir segjast muna eftir því að hafa séð veiðigræjur, en engin hefur séð kassann með veiðidótinu og þar með lýtur út fyrir að lykilorðin séu glötuð.

Írska lögreglan telur að saga mannsins um lykilorðin í veiðikassanum sé sönn og byggir það á viðtölum við fjölda vitna. Lögreglan vonast til þess að dag einn verði hægt að fá aðgang að reikningum mannsins og gera bitcoin myntirnar upptækar, þannig að írska ríkið fá notið peninganna.

Maðurinn hefur sætt sig við tapið og segir að þetta sé það sem hann fái fyrir eigin heimsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans