fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Stórhuga áætlanir um hvernig á að stöðva loftsteina sem stefna á jörðina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 19:00

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki miklar líkur á að risastór loftsteinn komi þjótandi utan úr geimnum og lendi í árekstri við jörðina. En líkurnar eru samt sem áður til staðar.  Af þeim sökum vinna vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) nú að því að gera áætlanir um hvernig er hægt að stöðva slíka loftsteina og koma í veg fyrir árekstur.

Vísindamennirnir segjast nú hafa þróað ákveðinn ramma fyrir viðbrögð við yfirvofandi árekstri jarðarinnar og loftsteins. Ramminn á að hjálpa til við að velja hvaða leið verður fyrir valinu til að koma í veg fyrir árekstur.

Þann 13. apríl 2029 mun stór loftsteinn fara mjög nærri jörðinni okkar. Hann nefnist 99942 Apophis eftir egypska slönguguðinum Apep, sem er guð ringulreiðarinnar. Loftsteinninn mun fara framhjá jörðinni á 108.000 km/klst en braut hans mun liggja á milli jarðarinnar og tunglsins. Af þekktum stórum loftsteinum er Apophis sá sem kemst næst því að rekast á jörðina á þessari öld.

Í grein, sem birtist í Acta Astronautica nýlega, nota vísindamennirnir „ákvörðunartökukort“ til að leggja mat á hvaða aðferð muni gagnast best til að forða árekstri við Apophis og Bennu (sem er annar loftsteinn sem fer nærri jörðinni).

Vísindamennirnir frá MIT nota massa, hraða og fjarlægð loftsteinanna auk áhrifa þyngdarafls jarðarinnar til að meta líkurnar á hvort og þá hvenær þeir munu rekast á jörðina. Þeir settu einnig inn breytur um hversu langur tími líður frá því að loftsteinar uppgötvast þar til þeir rekast á jörðina. Allir þessir þættir og breytur eiga að vera grunnurinn að ákvarðanatöku um hvernig sé best að koma í veg fyrir árekstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði