Mánudagur 30.mars 2020
Pressan

 Fangi á dauðadeild fær stuðning úr óvæntri átt

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fer sem horfir verður Nick Sutton, bandarískur fangi á dauðadeild, tekinn af lífi í kvöld. Sutton var dæmdur til dauða fyrir morð á samfanga sínum, Carl Estep, árið 1986. Þar áður var hann dæmdur í fangelsi fyrir þrjú morð árið 1979, myrti hann ömmu sína meðal annars.

Til stendur að senda Sutton í rafmagnsstólinn í kvöld nema ríkisstjóri Tennessee beiti sér og fresti aftökunni. Ólíklegt þykir að ríkisstjórinn stöðvi aftökuna.

En Sutton hefur fengið stuðning úr óvæntri átt, meðal annars frá aðstandendum Esteps og núverandi og fyrrverandi fangavörðum í fangelsinu í Tennessee, þar sem Sutton situr. Þeir segja að Sutton sé dæmi um algjöran fyrirmyndarfanga.

Þá segir dóttir Esteps að Sutton hafi gert fjölskyldu hennar greiða þegar hann myrti föður hennar. Estep sat inni fyrir nauðgun þegar hann var drepinn.

Í beiðni um miskunn kemur fram að æska Suttons hafi einkennst af ofbeldi, vanrækslu og síðar mikilli fíkniefnaneyslu. Sutton sé á allt öðrum stað í dag og algjör fyrirmyndarfangi.

„Ég get sagt í fullri hreinskilni að ég hef aldrei kynnst fanga sem hefur tekið jafn miklum breytingum og Nick Sutton,“ segir Tony Eden, fyrrverandi yfirfangavörður í fangelsinu.

Eden segist meira að segja telja að Sutton hafi eitt sinn bjargað lífi hans. Það var árið 1985 þegar fangar gerðu uppreisn í fangelsinu en Sutton hélt hlífiskildi yfir Eden og kom í veg fyrir að fangar næðu til hans.

Þá segir móðir annars fanga í fangelsinu, Paul House að nafni, að það sé Sutton að þakka að sonur hennar sé enn á lífi. House hafi glímt við MS-sjúkdóminn meðan á refsivistinni stóð en Sutton hugsað um hann óumbeðinn, baðað hann og aðstoðað hann við að næra sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Fyrir 3 dögum

Gott að komast aðeins út að veiða

Gott að komast aðeins út að veiða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs

Hræðilegar niðurstöður hermilíkans – 65 milljónir látast af völdum heimsfaraldurs
Pressan
Fyrir 5 dögum

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns

NASA auglýsir eftir geimförum og þú átt væntanlega ekki séns