fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Vatnið hvarf úr krananum og bjór kom í staðinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 18:30

Skyldi hún hafa pissað bjór? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust dreymir suma um að fá bjór úr krönunum á heimilinu í staðinn fyrir vatn. En það er kannski ekki svo snjallt, að minnsta kosti ekki fyrir þá sem vilja fara í sturtu, þvo þvott og gera ýmislegt þar sem vatn kemur við sögu. En íbúar í fjölbýlishúsi einu í Kerala-ríki á Indlandi lentu nýlega í því að vatnið hvarf úr krönum þeirra og í staðinn fengu þeir bjór og sterkt áfengi úr þeim.

„Þegar við skrúfuðum frá krönunum kom brúnt vatn úr þeim.” Hefur CNN eftir Joshy Maliakkal sem býr í húsinu. Hann fór því til að kanna með vatnstank hússins og sá þá að olíukennt efni flaut á yfirborði hans og það lyktaði illa.

Í ljós kom að í tanknum var nú bjór og sterkt áfengi.

Ástæðan fyrir þessu fannst fljótlega en uppruni áfengisins var rakinn til hótels í nágrenninu. Starfsfólk þess hafði hellt 6.000 lítrum af áfengi niður í holu í jörðinni daginn áður. Áfengið rann niður í vatnsból í nágrenninu og þaðan í vatnstank fjölbýlishússins.

CNN hefur eftir embættismanni að áfengið hafi verið komið fram yfir síðasta söludag og hafi verið í geymslu síðan 2014. Ákveðið hafi verið að hella því niður en því miður hafi það farið í vatnsbólið og þaðan í vatnstank fjölbýlishússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“