Mánudagur 24.febrúar 2020
Pressan

Fann kassa fullan af hvolpum – Síðan runnu tvær grímur á hann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 07:01

Þeir eru sætir. Mynd:The Camden County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fann maður, sem býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, pappakassa í garðinum sínum og var hann fullur af litlum og sætum hvolpum. Eða það hélt maðurinn að minnsta kosti. Hann hafði þó ekki áhuga á að eiga alla þessa hvolpa og hringdi því í lögregluna í Camden County enda voru tvær grímur farnar að renna á hann um hvort um hvolpa væri að ræða.

Þegar Kevin Jones, lögreglumaður, kom á vettvang sá hann strax að hér var ekki um hvolpa að ræða heldur voru þetta bjarnarhúnar. CNN skýrir frá þessu.

„Það er ekki óalgengt að sjá svartbirni hér. En að finna húna í pappakassa við heimili sitt, vafða inn í stuttermaboli til að halda hita á þeim, það er undarlegt.“

Er haft eftir Jones.

Finnandinn sagðist hafa yfirgefið garðinn í smá stund en þegar hann kom til baka hafi kassinn verið þar.

Þessi tók lífinu með ró. Mynd:The Camden County Sheriff’s Office

Jones telur að sá sem skildi húnana eftir í garðinum hafi fundið þá fyrir tilviljun og hafi skilið þá eftir þegar viðkomandi áttaði sig á að hann eða hún gat ekki annast þá.

Húnunum var komið fyrir í umsjá North Carolina Wildlife Resources Commisson og verður þeim sleppt lausum út í náttúruna þegar þeir eru orðnir nægilega gamlir til að sjá um sig sjálfir. Á meðan verður reynt að komast að hvaðan þeir eru.

Jones sagði að maðurinn, sem fann húnana, sé heppinn að birnan fann þá ekki á undan honum.

„Þær gæta afkvæma sinna mjög vel og ef hún hefði fundið lyktina af húnunum og rakið sig fram að húsinu hans og hann hefði staðið úti í garði hefði sagan getað endað allt öðruvísi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni

Lést af völdum megrunarpilla – Innihéldu efni sem var notað í sprengjur í síðari heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig

Harmleikurinn í Ástralíu: „Skrímsli“ sem hugsaði ekki um neitt nema sjálfan sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?

Þekktur rappari skotinn til bana: Kom Facebook-færslan upp um hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn

Átta skotnir til bana í Hanau í Þýskalandi – Árásarmaðurinn er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu

Söguleg tíðindi – Aldrei fyrr hefur hitinn mælst yfir 20 gráður á Suðurskautinu