Sunnudagur 16.febrúar 2020
Pressan

12 leynilegir kóðar í máli Anne-Elisabeth – „Of langur tími, hún er dáin“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem var rænt af heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018, sé ekki lengur á lífi. Lík hennar hefur þó ekki fundist en lögreglan rannsakar málið sem morð. Nýjar upplýsingar koma sífellt fram í málinu og það nýjasta sem norskir fjölmiðlar hafa skýrt frá er hvernig fjölskylda Hagen átti í samskiptum við þá sem sögðust hafa numið Anne-Elisabeth á brott og kröfðust lausnargjalds.

Krafa um greiðslu lausnargjalds var sett fram á miðum sem fundust á heimili Hagen-hjónanna eftir hvarf Anne-Elisabeth. Hagen-hjónin eru milljarðamæringar og því þótti ekki útilokað að Anne-Elisabeth hefði verið rænt til að hægt væri að krefja eiginmann hennar, Tom Hagen, um hátt lausnargjald.

VG hefur nú komist yfir upplýsingar um þá kóða sem voru notaðir og var hægt að nota í samskiptum Hagen-fjölskyldunnar við þá sem kröfðust lausnargjalds. Óhætt er að segja að sumir þeirra séu óhugnanlegir.

Kóðarnir byggjast á að ef ákveðin upphæð var greidd í rafmyntinni Bitcoin var hægt að reikna út hvað það þýddi. VG skýrir ekki frá upphæðum fyrir hver skilaboð en skýrir frá þeim 12 skilaboðum/kóðum sem var hægt að nota í samskiptum fjölskyldunnar og þeirra sem kröfðust lausnargjaldsins. Sex eru frá Hagen-fjölskyldunni og sex frá þeim sem kröfðust lausnargjaldsins.

Svona voru kóðar Hagen-fjölskyldunnar:

X Bitcoin = Ég staðfesti að ég vil borga.

X Bitcoin = Ég er búinn að senda peninga og bíð eftir að fá meira monero (rafmynt sem Tom Hagen átti að nota að kröfu þeirra sem kröfðust lausnargjaldsins)

X Bitcoin = Ég sendi monere (peninga) eftir sjö daga.

X Bitcoin = Það er ákveðið vandamál, ég þarf meiri tíma.

X Bitcoin = Ég er búinn að senda hluta af monero, bíð eftir meiru.

X Bitcoin = Ég er búinn að senda alla monero (9 milljónir evra).

Svona voru kóðar gagnaðilans:

X Bitcoin = Lítill tími, hafðu hraðann á eða hún deyr.

X Bitcoin = Of langur tími. Hún er dáin.

X Bitcoin = Lögreglan er að leita. Ekki þess virði fyrir okkur. Hún er dáin.

X Bitcoin = Hef ekki móttekið monero. Sendu á réttan viðtakanda.

X Bitcoin = Hef ekki fengið alla monero.

X Bitcoin = Hef fengið alla monero. Anne-Elisabeth verður sleppt á næstu 24 klukkustundum.

En það var síðan mat lögreglunnar og fjölskyldunnar að þetta væri ekki nægilega góður samskiptamáti og því var byrjað að eiga í samskiptum í gegnum dulkóðaðan tölvupóst.

Tom Hagen greiddi 10 milljónir norskra króna á ákveðnum tímapunkti en eftir að sú greiðsla var innt af hendi heyrðist ekki meira frá þeim sem kröfðust lausnargjaldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

BBC ætlar að gera heimildamynd um Gretu Thunberg

BBC ætlar að gera heimildamynd um Gretu Thunberg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilt um höfuðklæðnað múslimskra kvenna í danska hernum

Deilt um höfuðklæðnað múslimskra kvenna í danska hernum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hitamet slegið á Suðurskautslandinu

Hitamet slegið á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eftir 800 endurtíst tókst að koma stolinni tösku til skila

Eftir 800 endurtíst tókst að koma stolinni tösku til skila