fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

SÞ taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 15:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um fíkniefnamál, CND, ákvað á miðvikudaginn að taka kannabis af lista yfir hættulegustu fíkniefnin.  Kannabis hefur verið flokkað sem fíkniefni með „sérstaklega hættulegum eiginleikum“ allt frá 1961 og verið í sama flokki og heróín og ópíóíðar.

The New York Times skýrir frá þessu. Vegna þessarar flokkunar hefur verið ólöglegt að nota, framleiða og selja kannabis víðast hvar um heiminn. Atkvæði voru greidd um tillöguna og greiddu 27 ríki atkvæði með henni en 25 voru á móti.

Ákvörðunina má ekki skilja sem svo að CND hafi lögleitt ræktun eða notkun kannabis því efnið verður áfram á lista yfir efni sem „eru mjög ávanabindandi og geta leitt til misnotkunar“. Þetta þýðir að framleiðsla og sala á kannabis verður áfram takmörkuð við rannsóknir og til læknisfræðilegrar notkunar í samræmi við alþjóðalög.

The New York Times segir að ákvörðunin muni væntanlega styrkja rannsóknir á kannabis og notkunarmöguleikum efnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf