fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 05:33

Laci og Scott Peterson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðfangadag 2002 hvarf Laci Peterson, sem var barnshafandi, frá heimili sínu og eiginmannsins, Scott Peterson, í Modesto í Kaliforníu. Scott skýrði grátandi frá því að Laci hefði verið horfin þegar hann kom heim úr veiðiferð seint að kvöldi. En lögregluna fór fljótt að gruna að Scott væri ekki að segja alveg satt frá. Rannsóknin leiddi í ljós að hann hafði lifað tvöföldu lífi.

Laci, sem var 27 ára, þótti mjög traust og það líkist henni alls ekki að láta sig hverfa. Þess vegna fylltist fjölskylda hennar strax miklum áhyggjum þegar hún hvarf. Þetta var upphafið að einu umtalaðasta morðmáli þess tíma í Bandaríkjunum.

Það var Scott sem tilkynnti um hvarf Laci. Þau höfðu verið gift í fimm ár. Hann sagði lögreglunni að hann hefði farið í veiðiferð og þegar hann kom heim seinnipartinn hafi Laci verið horfin en bíllinn þeirra, Land Rover Discovery, hafi verið í innkeyrslunni. Hann sagði að hundurinn þeirra hafi hlaupið um í garðinum og hafi verið með taum fastan við hálsólina.  Hann hringdi fyrst í móður Laci eða klukkan 17.15 og spurði hvort Laci væri þar en svo var ekki. „Hún er horfin,“ sagði Scott þá. Það var einmitt þetta orð „horfin“ sem móðurinni fannst skrýtið. Þetta var sterkt orð sem vakti áhyggjur að hennar mati.

Laci og Scott Peterson á góðri stundu.

Foreldrar Laci hringdu í lögregluna um klukkan 18 og leit var strax sett í gang. Hundar voru notaðir og skóglendi, í nágrenni við heimili hjónanna, var fínkembt. En án árangurs. Scott var væntanlega sá sem sá Laci síðast á lífi. Lögreglan og fjölskylda Laci vildu því spyrja hann hvort hún hefði verið ólík sjálfri sér eða undarleg áður en hann fór í veiðiferðina. En Scott gerði stór mistök þegar hann svaraði þessu. Hann sagði einum að Laci hefði verið að þrífa húsið þegar hann fór til veiða en öðrum sagði hann að hún hefði verið að krulla hárið sitt þegar hann fór að heiman. Hann vildi ekki ræða við fjölmiðla þrátt fyrir að tengdamóðir hans kæmi margoft fram í sjónvarpi og sagðist vona að Laci kæmi heim, heil á húfi. Hann  yfirgaf fréttamannafundi í reiði þegar fréttamaður spurði hann hvort hann væri grunaður í málinu.

Handtekinn

Í fyrstu vörðu tengdaforeldrar hans hann og sögðu að hann hefði orðið fyrir miklu áfalli og gæti ekki tekið þátt í fréttamannafundum. En lögreglan var annarrar skoðunar og hafði komist yfir myndir sem sýndu að þessi „góði og trúi eiginmaður“ var ekki sá maður sem tengdaforeldrar hans töldu hann vera. Foreldrarnir fengu að sjá myndirnar sem sýndu Scott með annarri konu og fljótlega kom í ljós að hann hafði átt í nokkrum ástarsamböndum eftir að hann kvæntist Laci. Það síðasta var með Amber Frey sem starfaði á nuddstofu.

Það var framburður hennar sem skiptu mestu í málinu. Hún sagði að tveimur vikum áður en Laci hvarf hafi Scott sagt henni að hann væri ekkill og að þetta yrðu fyrstu jólin hans án eiginkonunnar.

Laci og Scott Peterson.

Það var þó ekki fyrr en 13. apríl 2003 sem lögreglan komst lengra við rannsókn málsins. Þá fannst lík ófædds barns  í San Francisco flóa. Degi síðar rak lík af konu í land um einum og hálfum kílómetra frá þeim stað þar sem barnslíkið fannst. Það vantaði höfuð, hendur og fætur á kvenmannslíkið. Ekki var hægt að segja til um dánarorsökina en engin vafi lék á að þetta var líkið af Laci og barnslíkið var ófædda barnið hennar.

Scott var handtekinn þann 18. apríl 2003. Hann var þá nærri golfvelli og sagðist vera á leið í golf. En það sem var í bíl hans benti til þess að hann væri að leggja á flótta. Hann hafði safnað skeggi, aflitað hárið og í bíl hans fann lögreglan marga „áhugaverða hluti“ sem bentu til að hann væri á flótta. Meðal annars voru þar 12 Viagra töflur, 15.000 dollarar í reiðufé, útilegubúnaður, fjórir farsímar, mikið af fötum og tvö ökuskírteini.

Árið 2005 var Scott dæmdur til dauða. Hæstiréttur Kaliforníu felldi dauðadóminn úr gildi í ágúst 2020 en úrskurðaði um leið að dómur undirréttar stæði óhaggaður að öðru leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða