fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Nýtt kort af Vetrarbrautinni – Jörðin stefnir í átt að svartholi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 22:00

Kort af Vetrarbrautinni sem var gert með aðstoð Gaia. Mynd:ESA/Gaia/DPAC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar kynntu nýlega nákvæmasta þrívíddarkort sem gert hefur verið af Vetrarbrautinni. Kortið var búið til með gögnum frá Gaia geimfari Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) sem hefur skannað stjörnurnar á himninum síðan 2013.

Vonast er til að kortið geti varpað nýju ljósi á hvernig Vetrarbrautin starfar. Sólkerfið okkar er í Vetrarbrautinni, eitt af gríðarlegum fjölda sólkerfa sem mynda hana.

Kortið hjálpar stjörnufræðingum að mæla útþenslu Vetrarbrautarinnar og jafnvel reikna út hversu mikið alheimurinn hefur þanist út frá upphafi tímans.

ESA kynnti kortið með því að birta myndband á YouTube þar sem stjörnurnar í Vetrarbrautinni sjást hreyfast í framtíðinni.

New York Post segir að annar hópur vísindamanna hafi nýlega kynnt annað kort af Vetrarbrautinni sem sýni að jörðin er nær svartholi í miðju hennar en áður hefur verið talið. Í miðju Vetrarbrautarinnar er risastórt svarthol sem kallast „Sagittarius A“.

Það eru vísindamenn hjá japönsku stjörnuathugunarmiðstöðinni sem kynntu fyrrgreinda niðurstöðu sína um nálægð jarðarinnar við svartholið.  Þeir gerðu kort af Vetrarbrautinni og byggja það á gögnum sem var safnað á 15 ára tímabili.

1985 var talið að jörðin væri í 27.000 ljósára fjarlægð frá svartholinu en japönsku vísindamennirnir telja að fjarlægðin sé 25.800 ljósár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf